Mikil mengun á Höfn

Spá fyrir daginn í dag
Spá fyrir daginn í dag Af vef Veðurstofu Íslands

Íbúar á Höfn í Hornafirði eru beðnir um að vera með glugga lokaða og hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Um klukkan 4:30 í nótt mældist mengunin 6000 míkrógrömm á rúmmetra, samkvæmt viðvörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Áfram verður fylgst með og nýjar upplýsingar um mengunina um sjöleytið. 

Í dag (miðvikudag) má búast við gasmengun frá gosstöðvunum víða á norðanverðu landinu, frá Austfjörðum og vestur á Breiðafjörð.
Á morgun (fimmtudag) eru líkur á gasmengun á norðvestanverðu landinu, frá Eyjafirði vestur á Snæfellsnes og Vestfirði.

Frétt á vef bæjarfélagsins síðan í gær

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert