6 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur börnum. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi í maí sl. Hæstiréttur hefur því þyngt dóminn um tvö ár.

Hann er jafnframt dæmdur til að greiða 3,5 milljónir króna í skaðabætur til hvors brotaþola fyrir sig.

Maðurin var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku, sem þá var á aldrinum 8 til 13 ára þegar hann braut gegn henni á árunum 2007 til 2012. Hann var einnig sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn systur stúlkunnar, sem er 19 ára, en hún var þá á aldrinum 12 til 14 ára.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að um ákvörðun refsingar hafi verið skírskotað til þess að maðurinn væri sakfelldur fyrir alvarleg margendurtekin kynferðisbrot gegn tveimur börnum sem staðið hefðu yfir í langan tíma er hann dvaldi á heimili þeirra. Var hann talinn hafa nýtt sér aðstöðumun sinn og trúnaðartraust brotaþolanna og hann ekki talinn eiga sér málsbætur.

Við ákvörðun refsingar var af þeim sökum litið til 1., 4. og 6. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og refsing hans ákveðin með vísan til 77. gr. sömu laga, svo og að teknu tilliti til þess að brot hans voru öll framin eftir gildistöku laga nr. 61/2007, sem breyttu refsimörkum hlutaðeigandi refsiheimilda.

Var refsing hans því ákveðin fangelsi í sex ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert