Beraði sig fyrir drengjum

AFP

Sjötugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja mánaða fangelsi á dögunum fyrir að bera sig fyrir tveimur níu ára drengjum. Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 11. nóvember 2012 sært blygðunarsemi tveggja níu ára drengja er hann stóð fyrir innan opna hurð á heimili sínu í bol einum klæða og strauk á sér getnaðarliminn.

Gegn staðfastri neitun mannsins var hann sýknaður af því að hafa strokið á sér getnaðarliminn en sakfelldur engu að síður fyrir að hafa berað sig fyrir drengjunum.

Ákærði var dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot 25. febrúar 2011 og var sá dómur staðfestur af Hæstarétti 29. september sama ár. Ákærði rauf skilorðið og var dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot 8. febrúar 2013 og var skilorðsdómurinn dæmdur með. Þetta er því í þriðja skipti sem hann er dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert