Fólk hvatt til að klæðast grænu

Katrín Sara ásamt fjölskyldu sinni í grænu í tilefni dagsins.
Katrín Sara ásamt fjölskyldu sinni í grænu í tilefni dagsins.

Haldið var upp á alþjóðlegan dag Kabuki-heilkennisins í dag og fólk hvatt til þess að klæðast grænu í tilefni dagsins. Einnig var fólk hvatt til þess að setja grænan Kabuki-borða á prófílmyndir sínar á samskiptavefnum Facebook.

Kabuki er heilkenni sem um einn af hverjum 32 þúsundum fæddra einstaklinga glíma við. Það getur haft í för með sér ýmiskonar þroskaseinkanir, þroskahamlanir og margskonar líffæragalla líkt og segir á Facebook-síðu dagsins.

Katrín Sara Ketilsdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem greinst hefur með Kabuki-heilkennið en mbl.is tók ítarlegt viðtal við Elínu B. Birgisdóttur, móður Katrínar Söru, fyrir rúmu ári síðan um heilkennið og reynslu fjölskyldu hennar af því.

Mbl.is hefur einnig fjallað um rannsóknir Hans Tómasar Björnssonar, barnalæknis og lektors við Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum, á Kabuki-heilkenninu. Nýverið náðist stór áfangi í þeim rannsóknum.

Frétt mbl.is: Stór áfangi í rannsókn Kabuki-heilkennis

Frétt mbl.is: „Mikil Guðsblessun í lífi okkar“

Frétt mbl.is: Hlaut 1.250.000 dollara styrk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert