Hálka og þoka á Hellisheiði

Það er hálka og þoka á Hellisheiði og eins eru hálkublettir víða í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vesturlandi og á Vestfjörðum, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Norðurlandi vestra er éljagangur mjög víða, hálka og snjóþekja. 

Snjóþekja, hálkublettir og éljagangur er á Norðausturlandi. Þæfingur og skafrenningur er á Hólasandi.

Hálka og snjókoma er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði. Snjóþekja og hálkublettir eru mjög víða á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert