Íþróttin er ekki bara fyrir einhverja jaka

Einherjar klæðast bryjunum og bera hjálma þegar þeir keppa innbyrðist …
Einherjar klæðast bryjunum og bera hjálma þegar þeir keppa innbyrðist á æfingaleikjum Facebooksíða Einherja

Tvisvar í viku kemur hópur drengja og karla á aldrinum 13-33 ára saman til að spila amerískan fótbolta. Þar eru á ferðinni liðsmenn Einherja, sem æfa íþróttina á veturna á hinum ýmsu íþróttavöllum í Reykjavík og fá svo inni í Fífunni í Kópavogi yfir köldustu vetrarmánuðina.

Einherjar komu fyrst saman árið 2009, síðan þá hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og nú stendur til að koma starfseminni í fastari skorður að sögn Bergþórs Phillips Pálssonar, varaformanns Einherja.

Eina starfandi liðið

Bergþór fékk ungur áhuga á íþróttinni, er hann fékk amerískan fótbolta að gjöf, fór þá að horfa á NFL-deildina í sjónvarpinu og í framhaldinu sjálfur að spila. „Það eru átökin og hvernig þessi leikur hentar fjölbreyttum hópi,“ segir Bergþór, spurður um hvað sé svona skemmtilegt við íþróttina.

Sjálfur leikur hann oftast í stöðu quarterbacks eða liðsstjórnanda og fékk tækifæri til að spila íþróttina við kjöraðstæður á síðasta ári þegar hann var skiptinemi í high school í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Bergþór segir að áður hafi verið lið bæði á Akranesi og í Vestmannaeyjum, en sér sé ekki kunnugt um að önnur lið en Einherjar séu starfandi þessa dagana. Allir eru velkomnir á æfingar Einherja og hann segir að íþróttin komi fólki oft á óvart þegar það prófi að spila einn leik. „Margir halda að það sé bara fyrir einhverja jaka að spila amerískan fótbolta. En þessi íþrótt er þannig uppbyggð að verkefnin í henni eru mörg og henta fólki með mismunandi líkamsbyggingu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert