Lítil loftgæði fyrir viðkvæma

Jarðböðin við Mývatn
Jarðböðin við Mývatn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loftgæði við Voga í Mývatnssveit eru lítil fyrir viðkvæma, samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar. Þar kemur fram að klukkan 7:50 hafi mengunin mælst þar 629 míkró­grömm á rúm­metra.

Við grunnskólann í Reykjahlíð við Mývatn eru loftgæðin sæmileg en annars staðar á landinu eru þau mikil.

Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert