Norðlendingar búið ykkur undir mengun

Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands

Búast má við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir, í dag.
Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Hæg breytileg átt en norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum og annesjum nyrst. Dálítil rigning eða slydda en snjókoma eða slydda með köflum N-lands. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert