Undirbúa sig fyrir ebólu

Starfsfólk á Landspítala er farið að æfa viðbrögð við því ef einstaklingur sýktur af ebóluveiru kæmi til landsins og í gær hófust námskeið þar sem starfsmenn fá þjálfun við að klæða sig í veiruhelda heilgalla og veiruheld gleraugu. Búið er að setja saman sérhæft 30 manna teymi vegna faraldursins.

Heilgallarnir eru tveggja laga og þarf aðstoðarmanneskju við að klæða sig í og úr gallanum. mbl.is fylgdist með þegar starfsmenn lærðu að klæða sig í og úr göllunum á Landspítalanum í Fossvogi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert