Enn á eftir kjörum annarra kennara

Tónlistakennarar hjá Ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. Sigrún Grendal, formaður …
Tónlistakennarar hjá Ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, er fremst á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkissáttasemjari lagði fram nýtt tilboð á kjaraviðræðufundi með Félagi tónlistarskólakennara í dag. Að sögn Sigrúnar Grendal Jóhannsdóttur, formanni félagsins, ber enn nokkuð í milli og ef miðað er við það tilboð sem er á borðinu sé enn nokkuð langt í land. Enn sé hópurinn á eftir kjörum annarra kennara. 

Verkfall tónlistarskólakennara hófst á miðvikudag. „Við sjáum útgangspunkt sem við erum að vinna út frá og ætlum að bregðast við á mánudaginn á fundi sem búið er að boða," segir Sigrún.

Viðræðuáætlun var undirrituð fyrir 10 mánuðum. Síðan hafa verið undirritaðir samningar við kennara og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum en í Félagi tónlistarskólakennara eru rúmlega 500 manns eða um 5% félaga í kennarasambandinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert