Hálkublettir við Vík í Mýrdal

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal Sigurður Bogi Sævarsson

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða hálkublettir víða í uppsveitum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þó er snjóþekja á Þröskuldum en verið er að hreinsa. Þoka er á Bröttubrekku.

Það er hálka eða snjóþekja á Norðurlandi og éljagangur mjög víða austan Blönduóss.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en greiðfært frá Djúpavogi og suður að Öræfasveit en þar taka við hálkublettir að Vík í Mýrdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert