Hvenær fara læknarnir í verkfall?

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Komi til verkfalls lækna í Læknafélagi Íslands hefjast verkfallsaðgerðir á miðnætti aðfaranótt mánudags. Fyrstu verkfallsaðgerðirnar standa yfir í tvo sólarhringa eða til miðnættis aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Þetta kemur fram á vefsíðu Læknafélags Íslands. 

Gert er ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.

Á þessum tíma leggja læknar á kvenna- og barnasviði Landspítala, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisin, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands,  Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Rannsóknarsviði Landspítala niður störf.

Þessi læknar fara aftur í verkfall frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis aðfaranótt miðvikudagsins 19. nóvember, eða í tvo sólarhringa. Einnig frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis aðfaranótt miðvikudagsins 10. desember.

Sjúkrahús Akureyrar og lyflækningasvið

Á miðnætti aðfaranótt miðvikudags í næstu viku leggja læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á lyflæknissviði Landspítala niður störf og stendur verkfallið til miðnættis aðfaranótt föstudagsins 31. október, eða í tvo sólarhringa.

Læknarnir fara aftur í verkfall frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis aðfaranótt föstudagsins 21. nóvember, enn í tvo sólarhringa.

Aðgerðarsvið og flæðisvið

Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis aðfaranótt miðvikudagsins 5. nóvember 2014 leggja læknar á aðgerðarsviði Landspítala og flæðisviði Landspítala niður störf.

Það munu þeir einnig gera frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis aðfaranótt miðvikudagsins 26. nóvember 2014.

Geðsvið og skurðlækningasvið

Þá munu læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítala leggja niður störf frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis aðfaranótt föstudagsins 7. nóvember.

Þetta munu þeir einnig gera frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis aðfaranótt föstudagsins 28. nóvember 2014.

Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis föstudagsins 21.desember 2014 munu læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, flæðissviði Landspítala, lyflækningasvið Landspítala, geðsviði Landspítala og skurðlækningasvið Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert