Krabbameinsfélagið vill óbreytt fyrirkomulag

Vínbúð.
Vínbúð. Heiðar Kristjánsson

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur leggst eindregið gegn frumvarpi á þingskjali 17 þar sem lagt er til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og að smásala áfengis verði gefin frjáls. Stjórnin segir að núverandi fyrirkomulag hafi gefist vel.

„Áfengisneysla er þekktur og viðurkenndur áhættuþáttur gagnvart mörgum tegundum krabbameina og hefur margvísleg neikvæð áhrif á lýðheilsu. Öll viðleitni til að lágmarka neyslu áfengis er því veigamikill þáttur í krabbameinsforvörnum og heilsueflingu. Rannsóknir sýna að mikil tengsl eru á milli aðgengis að áfengi og neyslu þess og að aukið framboð leiði til aukinnar neyslu,“ segir í ályktun stjórnar Krabbameinsfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert