Leit hætt að þýska ferðamanninum

Vegabréf mannsins fannst í Látrabjargi á svæði þar sem göngufólk …
Vegabréf mannsins fannst í Látrabjargi á svæði þar sem göngufólk gengur iðulega um. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Formlegri leit að þýska ferðamanninum Christian Mathias Markus hefur verið hætt. Að sögn lögreglu á Patreksfirði verður þó svipast um eftir manninum. Leit verður ekki hafi formlega á ný nema nýjar vísbendingar um hvarf Christian berist.

Síðast sást til mannsins fyrir rúmum mánuði, eða þann 18. september sl. þegar hann yfirgaf hótel í Breiðuvík. Bílaleigubíll sem hann hafði á leigu fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg þann 23. september. Christian var einn á ferð hér á landi.

Fundu vegabréf mannsins við Látrabjarg

Markviss leit hefur ekki borið árangur. Vegabréf mannsins fannst við Látrabjarg á svæði þar sem göngufólk gengur iðulega um og því má telja ljóst að Christan hafi verið þar á göngu.

Ekkert annað í eigu mannsins fannst á svæðinu og hafa aðrar vísbendingar hafa ekki borist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert