Óvenjumikið álag á geðdeildinni á Akureyri

Sjúkrahúsið Akureyri
Sjúkrahúsið Akureyri mbl.is/Sigurður Bogi

Dæmi eru um að sjúklingar á geðdeild sjúkrahússins á Akureyri hafi þurft að sofa á dýnum á gólfinu undanfarið vegna plássleysis. Mikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur.

Suma daga hafa verið innritaðir allt að tólf sólarhringssjúklingar í tíu pláss og fjórir dagsjúklingar í eitt pláss. Dæmi eru um að sjúklingur hafi þurft að sofa á dýnu vegna plássleysis. Forstöðulæknir geðlækninga á SAk segir ástandið hafa reynt töluvert á suma sjúklinga, aðstandendur þeirra og starfsfólk deildarinnar, en fjallað er um þetta í Vikudegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert