Spá mengun frá Eyjafirði að Hornafirði

Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands

Í dag gæti orðið vart við gasmengun frá eldgosinu á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði.

Aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorgun eru líkur á mengun á austurhelmingi landsins. Síðan fer mengunin að berast til vesturs og þegar kemur fram á daginn gæti orðið vart við mengun um tíma víða á vesturhelmingi landsins.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum og annesjum nyrst fram á morgun. Úrkomulítið á S-verðu landinu, en skúrir eða slydduél þar seint í dag. Dálítil snjókoma eða slydda N-til, en styttir upp að mestu þar síðdegis og rofar sums staðar til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag:
Gengur í norðaustan 8-15 m/s með dálitlum éljum N- og A-lands, en slyddu eða rigningu austast seinnipartinn. Bjart með köflum á SV- og V-landi. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með S- og A-ströndinni.

Á sunnudag:
Norðan og norðvestan 8-13 m/s við N-ströndina, annars 3-8. Él N-til á landinu, annars víða bjartviðri. Frost 0 til 5 stig, mest í innsveitum.

Á mánudag:
Norðan 8-15 m/s og snjókoma eða él, en úrkomulaust á S-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Minnkandi norðanátt og víða bjart veður, en dálítil él NA-lands og með N-ströndinni. Frost 0 til 4 stig, en harðara frost í innsveitum með kvöldinu.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir hægt austlæga átt og úrkomu með köflum S- og A-lands, annars þurrt. Hægt hlýnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert