Spiegel birtir bílakjallaramyndband

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Skjáskot af YouTube

„Hvað þessum ökumanni gekk til er ekki gott að segja, og hann mun ábyggilega halda því fyrir sig,“ segir á fréttavef þýska dagblaðsins Spiegel sem í dag birtir myndbandið úr öryggismyndavél úr bílastæðakjallaranum undir Höfðatorgi.

Atburðurinn gerðist fyrir þremur árum, eða í júlí 2011, og sagði Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna sem sér meðal annars um húsnæðið við Höfðatorg, í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að viðbrögðin við birtingunni hefðu verið rosaleg.

Í kjölfar birtingar þess um miðja viku hafa erlendir vefmiðlar sýnt myndbandinu mikinn áhuga og var meðal annars með vinsælustu tenglum á vinsælu tenglasíðunni reddit á miðvikudagskvöld og á fimmtudag. Nú virðist sem Þjóðverjar hafi tekið við sér og á forsíðu fréttavefs Spiegel má sjá myndbandið.

Myndbandið hefur hins vegar verið fjarlægt af upprunalegum stað á Youtube.

Frétt mbl.is: Ótrúleg uppákoma í bílakjallara 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert