Tónlistarkennarar funda á morgun

Frá baráttufundi tónlistarkennara á þriðjudag.
Frá baráttufundi tónlistarkennara á þriðjudag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Boðað hefur verið til samningsfundar á morgun hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara. Þó hefur ekkert tilboð borist frá deiluaðilum frá því viðræður strönduðu á þriðjudagskvöld. Félaginu býðst sams konar samningur og tónlistarkennarar í Félagi íslenskra hljómlistarmanna samþykktu í gærkvöldi.

Yfir 500 tónlistarkennarar í um 80 skólum lögðu niður störf í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert