Álag á langt fram yfir öryggismörk

Allt stefnir í verkfall lækna á mánudaginn.
Allt stefnir í verkfall lækna á mánudaginn. mbl.is/Rax

Stjórn Félags almennra lækna (FAL) harmar að samningaviðræður ríkis og lækna hafi siglt í strand. Stjórnin segir álag á marga lækna vera langt fram yfir öryggismörk.

„Heilbrigðisþjónustan er ein af grunnstoðum samfélagsins og telur stjórn FAL að hún glími nú þegar við veruleg vandamál vegna ónógrar nýliðunar og landflótta lækna síðast liðinn áratug. Slök kjör og vinnuaðstæður hafi þar leikið stórt hlutverk.

Stjórn FAL áréttar að neyðarmönnun lækna í verkfalli sé í sumum tilvikum allt að þreföld sú mönnun sem er við lýði dags daglega og telur þetta endurspegla skilningsleysi stjórnvalda á þeim raunveruleika sem heilbrigðisstofnanir og sjúklingar standa frammi fyrir.
Starfsumhverfið er fámennt og álag á marga lækna langt fram yfir öryggismörk. Stjórn FAL hefur þungar áhyggjur af framtíð íslensks heilbrigðiskerfis ef kjör lækna verða ekki bætt,“ segir í ályktun frá FAL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert