Lögreglan rannsakar „Afa feita“

Mynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lögreglan hefur hafið rannsókn á meintum barnaníðingi sem á að hafa lokkað börn inn til sín og berað á sér kynfærin. Málið barst lögreglu á fimmtudagskvöld og rannsókn hófst strax morguninn eftir.

Faðirinn eins drengsins sem lokkaður var af manninum, greinir málinu á Facebook. Þar segir hann frá því að maður sem kalli sig Afi feiti hafi lokkað unga stráka á heimili sitt með því að bjóða þeim upp á nammi og teiknimyndir. Þá á maðurinn að hafa berað á sér kynfærin fyrir framan strákana. 

Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við mbl.is að málið hafi komið inn á borð lögreglunnar í gærmorgun og að rannsókn hafi strax farið af stað. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar, ásamt félagsmálayfirvöldum fara með frumrannsókn málsins og ræddi barnaverndarnefnd Kópavogs strax við foreldra drengsins. 

„Vonandi getum við upplýst málið hratt og örugglega,“ segir Ásgeir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert