Ökumenn á Austurlandi í vanda

mbl.is/Ómar

Björg­un­ar­sveit­ir á Austurlandi hafa verið kallaðar út tvisvar sinn­um í kvöld vegna fólks sem lent hef­ur í um­ferðaró­höpp­um vegna óveðurs­ á svæðinu. Eng­in meiðsl urðu hins veg­ar á fólki.

Þannig lenti einn bíll utan vegar á Öxi, og þurftu björgunarsveitir að koma bílnum aftur upp á veginn. Þá komu björgunarsveitir ökumanni til hjálpar sem hafði fest bíl sinn í skafli.

Hálka, snjóþekja og skafrenningur er á Héraði og flestum fjallvegum á Austurlandi og þá er Vatnsskarð eystra þungfært. Autt er með ströndinni frá Eskifirði suður í Öræfi.

Á láglendi hefur hiti víða verið rétt ofan frostmarks í dag en það frystir aftur í kvöld og nótt
með staðbundinni ísingarmyndun á vegum. Undir kvöldið má reikna með hríðarmuggu á Austfjörðum og Austurlandi einkum á fjallvegum. Einnig skafrenningi og allhvössum NA-vindi.

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu norðausturlands, norðan Dyngjufjalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert