Tveir öflugir skjálftar í nótt

Skjálftavirknin heldur áfram í Bárðarbungu en um 50 skjálftar hafa verið á svæðinu frá miðnætti. Sá öflugasti, sem varð skömmu fyrir klukkan 2 í nótt, var 5,2 að stærð og voru upptök hans norður af Bárðarbungu. 

Annar öflugur skjálfti varð klukkustund síðar sem var 4,5 að stærð. Upptök hans voru einnig norður af fjallinu. 

Að öðru leiti hefur verið rólegt yfir á svæðinu í nótt og litlar breytingar orðið á svæðinu. 

Við Herðubreið virðist skjálftavirknin eitthvað vera að minnka, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Um 15 skjálftar hafa verið á svæðinu frá miðnætti en enginn sérstaklega öflugur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert