„Afi feiti“ er ófundinn

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglunnar á „Afa feita“, meintum barn­aníðingi sem á að hafa lokkað börn inn til sín og berað á sér kyn­fær­in stendur enn yfir. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn enn ófundinn.

Málið barst lög­reglu á fimmtu­daginn fyrir viku og rann­sókn hófst strax morg­un­inn eft­ir.

Faðir­inn eins drengs­ins sem lokkaður var af mann­in­um, grein­ir mál­inu á Face­book. Þar seg­ir hann frá því að maður sem kalli sig Afi feiti hafi lokkað unga stráka á heim­ili sitt með því að bjóða þeim upp á nammi og teikni­mynd­ir. Þá á maður­inn að hafa berað á sér kyn­fær­in fyr­ir fram­an strák­ana. 

„Teknar hafa verið skýrslur af drengjunum í Barnahúsi en við erum í raun litlu nær hver „Afi feiti“ er. En það er enn rannsókn í gangi,“ segir Kristján Ingi í samtali við mbl.is. Kristján hvetur fólk eindregið til þess að hafa samband við lögreglu hafi það upplýsingar um manninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert