Bragi sigraði í baráttu kynslóðanna

Bragi Halldórsson, Guðfinnur R. Kjartansson og Sævar Bjarnason.
Bragi Halldórsson, Guðfinnur R. Kjartansson og Sævar Bjarnason.

Æskan og Ellin, stórmót Riddarans skákklúbbs eldri borgara, Olís og Taflfélags Reykjavíkur, fór fram síðastliðinn laugardag.  Tefldar voru níu umferðir og sigraði Bragi Halldórsson með 7,5 vinning.  Er þetta annað árið í röð sem Bragi sigrar á mótinu. 

Guðfinnur R. Kjartansson varð jafn Braga að vinningum en hlýtur annað sætið að loknum stigaútreikningi.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, Vignir Vatnar Stefánsson og Jóhann Örn Sigurjónsson komu næstir með 7 vinninga.

Teflt var í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur var mótið opið skákmönnum 15 ára og yngri og 60 ára og eldri en fjölmörg aldursflokkaverðlaun voru veitt.  Á níunda tug keppenda tók þátt og skákstjórn annaðist Páll Sigurðsson. 

Nánari umfjöllun um mótið má lesa á vef félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert