Höskuldur forseti Norðurlandaráðs

Höskuldur Þórhallsson
Höskuldur Þórhallsson Norden.org

Höskuldur Þórhallsson hefur verið kjörin forsti Norðurlandaráðs en atkvæðagreiðslan fór fram á þingi þess fyrr í dag. Hann hefur frá árinu 2007 setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og átt sæti í menntamálanefnd, umhverfisnefnd, viðskiptanefnd, fjárlaganefnd og saksóknarnefnd. 

Höskuldur á nú sæti í kjörbréfanefnd þingsins, þingskapanefnd auk þess sem hann hefur gegnt formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd frá árinu 2013. Þá er hann formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, frá árinu 2013, og átt sæti í forsætisnefnd ráðsins.

Varaforseti verður Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, en hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2007.

Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er „Framtíð Norðurlanda“ og hefur hún þrjú áherslusvið, en þau eru: alþjóðlegt samfélag, velferðarsamfélag og borgaralegt samfélag. Svið þessi eru öll mikilvæg fyrir norræn samfélög og stöðu Norðurlandanna í samfélagi þjóðanna.

Í ræðu nýkjörins forseta kom fram að í áætluninni er horft til framtíðar, byggt á fyrri formennskuáætlunum og stuðlað að stöðugleika og lýðræðisþróun á nærsvæðum Norðurlanda til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert