Mengun mælist á Snæfellsnesi

Mengunina má rekja til eldgossins í Holuhrauni.
Mengunina má rekja til eldgossins í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs mælist nú á norðanverðu Snæfellsnesi og Búðardal. Handheldur SO2-mælir í Ólafsvík sýnir að mengunin mælist 3700 míkrógrömm á rúmmetra. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar yfirvalda sem lesa má á vefsíðu almannavarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert