Skilaboð send í 19 þúsund síma

Þessi mynd er tekin á leiðinni upp í Hlíðarfjaall við …
Þessi mynd er tekin á leiðinni upp í Hlíðarfjaall við Akureyri. Það er bláleit móða yfir Eyjafirðinum þessa stundina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Rétt í þessu voru send viðvörunarskilaboð í 19000 farsíma á Eyjafjarðarsvæðinu en þar hefur styrkur SO2 farið hækkandi og var komið í 4000 míkrógrömm á rúmmetra núna.

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að mikil mengun frá eldgosinu í Holuhrauni er nú á Akureyri. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar eru loftgæði mjög lítil og fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra. Þeir sem hafa tök á haldi sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.

Vegna mengunarinnar er börnum haldið inni á leikskólum og grunnskólum á Akureyri og nágrenni og hið sama gildir um skóla í Skagafirði.

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra:

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Norður- og Vesturlandi. Tilkynningar um mengun hafa borist frá Akureyri, Skagafirði og Stykkishólmi.  Hæstu gildi sem mældust í morgun voru um 5100 míkrógrömm á rúmmetra á Sauðárkróki, um 2700 míkrógrömm á rúmmetra í Stykkishólmi og um 4000 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri.

Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið sem stendur en hægt er að lesa af honum handvirkt. Upplýsingar frá mælinum eru birtar á vefsíðunni Loftgæði.is. Unnið er að viðgerð.

Veðurstofan gerir ráð fyrir því að í dag verði gasmengunin vestur af eldstöðvunum eða frá Reykjanesi í suðri, vestur á Barðaströnd og norður að Húnaflóa. Auk þess getur staðbundin mengun fundist á fleiri stöðum eftir veðurskilyrðum.

Almannavarnir eru að senda út SMS skilaboð á svæðið en afhending þeirra mun taka langan tíma þar sem mikill fjöldi farsíma og farsímasenda eru á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá símafyrirtækjunum er um 19.000 farsímanúmer tengdi við farsímakerfið í Eyjafirði.

Mengunarský yfir Akureyri

Þessi mynd er tekin við norðurenda flugbrautarinnar á Akureyri og …
Þessi mynd er tekin við norðurenda flugbrautarinnar á Akureyri og það sést aðeins glitta í flugstöðina vegna mengunarinnar sem liggur yfir Akureyri þessa stundina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Það liggur mengunarský yfir Akureyri
Það liggur mengunarský yfir Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Bláleit móða brennisteinsgass yfir Eyjafirði
Bláleit móða brennisteinsgass yfir Eyjafirði mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Gosmóða yfir hálendinu.
Gosmóða yfir hálendinu. mbl.is/RAX
AFP
Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands
Þessi mynd er tekin á Dalvík inn Eyjafjörð í morgun.
Þessi mynd er tekin á Dalvík inn Eyjafjörð í morgun. Ljósmynd Saga Karen Björnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert