Skoðar hagræðingu í rekstri Hafnarfjarðar

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Styrmir Kári

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær einróma tillögu bæjarstjórans um að ráða viðskiptafræðing til að framkvæma greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og gerð tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins byggðar á greiningunni.

Í tillögunni er lagt til að vinnan fari fram á tímabilinu frá október lok 2014 til febrúar 2015.

Vísað er í samantekt sem verktakinn hefur gert um verkefnið sem hann nefnir „Lýsing verkefnisins, umfangsáætlun og kostnaður."

Þar segir að í verkefninu felist greining hagræðingarmöguleika í öllum rekstri Hafnarfjarðarkaupstaðar. Í upphafi  verði núverandi staða greind með rýni á fyrirliggjandi gögnum og fundum með sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana. Þá er áformað að heimsækja stofnanir og eiga fund með forsvarsmanni/mönnum þeirra. 

Sjá fundargerð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert