Efla þarf Samkeppniseftirlitið en ekki veikja

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið mbl.is/Heiðar

Neytendasamtökin mótmæla þeirri lækkun sem gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið verði fyrir á næsta ári og segja að hlutverk Samkeppniseftirlitsins sé sérstaklega mikilvægt þar sem neytendamarkaðir hérlendis einkennist öðru fremur af fákeppni.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Samkeppniseftirlitsins lækki úr 396,6 milljónum í 385,6 milljónir. Neytendastamtökin segja það ekki til góðs enda sé öflugt samkeppniseftirlit ein mikilvægasta stoð heilbrigðs markaðar. „Virkt samkeppniseftirlit er ein af mikilvægustu varnarstoðum neytenda gegn óeðlilegri fákeppni og einokun.“

Þing Neytendasamtakanna taldi því mikilvægt að samkeppni á þessum mörkuðum yrði efld og að eðlilegt væri að samkeppnisyfirvöld myndu gera sérstakt átak í greiningu og eftirliti með mörkuðum eins og matvöru-, fjármála- og eldsneytismörkuðum.

„Það er því að mati Neytendasamtakanna nauðsynlegt að efla Samkeppniseftirlitið í stað þess að veikja það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert