Ekið á Volvo - vitni óskast

Árekstur.is auglýsir eftir vitnum að óhappi sem átti sér stað á  bílastæðinu við Laugaveg 182 í gær klukkan 13:49. Þar var ljósri Chrysler station bifreið bakkað utan í svarta Volvo bifreið. Atvikið náðist á myndband en ekki næst að greina skráningarnúmer Chrysler bifreiðarinnar.

Chrysler bifreiðinni var ekið niður Bolholtið og inn á bifreiðastæðið við verslunina Epli sem er á Laugavegi 182. Þar var bifreiðinni bakkað inn að bifreiðastæði til að snúa bifreiðinni við en við það lendir bifreiðin utan í svartri Volvo bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus í bifreiðastæðinu við hliðina. Chrysler bifreiðinni er svo ekið út af bifreiðastæðinu og aftur inn á Bolholtið.

Líklega hefur ökumaður Chrysler bifreiðarinnar ekki orðið var við að hafa lent utan í Volvo bifreiðinni. Viljum við því einnig biðja þá sem eiga slíka bifreið og voru á ferðinni við Laugaveg 182 í gær að skoða vinstra afturhorn bifreiðar sinnar. Ef ákoma er á vinstra afturhorni er eigandi bifreiðarinnar beðinn um að setja sig í samband við starfsmenn Árekstur.is svo hægt sé að meta skemmdir og athuga hvort tjónið passi við skemmdirnar á Volvo bifreiðinni.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um Christler bifreiðina eða nánari upplýsingar um atvikið eru beðnir um að hafa samband við Árekstur.is í síma 578 9090.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert