Fjölmenni komið saman í Hörpu

Athöfnin fer fram í Silfurbergi í Hörpu.
Athöfnin fer fram í Silfurbergi í Hörpu. mbl.is/Jón Pétur

Fjölmenni er komið saman í Hörpu þar sem annað Alþjóðaþing Arctic Circle – Hring­borðs Norður­slóða hefst með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þingið sækja rúm­lega 1.400 þátt­tak­end­ur frá 34 lönd­um til að ræða málefni norðurslóða, en þingið stendur yfir fram á sunnudag.

Á setn­ing­ar­fundinum flytja einnig ræður for­seti Finn­lands Sauli Ni­inistö, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra, Lisa Mur­kowski, öld­unga­deild­arþingmaður frá Banda­ríkj­un­um, Robert J. Papp aðmíráll, sér­stak­ur full­trúi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, John Kerry, í mál­efn­um Norður­slóða, Vincent Rigby, aðal­full­trúi Kan­ada í Norður­skauts­ráðinu en Kan­ada gegn­ir nú for­mennsku í ráðinu, og Sam Tan, ráðherra frá Singa­púr. Þá verða flutt af mynd­bandi ávörp Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, og Ang­el Gur­ría, fram­kvæmda­stjóra OECD.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert