Hætta á skriðuföllum

Svona verður veðrið kl. 18 í dag.
Svona verður veðrið kl. 18 í dag. Af vef Veðurstofu Íslands

Búist er við stormi, meira en 20 m/s, víða um land, en einkum norðvestantil undir kvöld. Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu austantil á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag og þar gæti vaxið á ám og lækjum og hætta á skriðuföllum aukist, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Veðurstofan varar við einnig við að búast megi við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Slæmt ferðaverður, einkum á fjallvegum og ekkert útivistaveður til fjalla.

Spáin næsta sólarhring er þessi:

Austan og norðaustan 15-23 m/s, en lægir smám saman. Víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla norðanlands. Búast má við mikilli úrkomu á Austfjörðum og austantil Suðausturlands í dag. Dregur víða úr vindi og úrkomu síðdegis, einkum sunnan- og vestanlands. Norðaustan 18-23 og rigning eða slydda norðvestantil á morgun, en annars mun hægari austan- og suðaustanátt og væta með köflum. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert