Oslóartréð fundið!

Oslóartréð tilvonandi.
Oslóartréð tilvonandi. Mynd úr fréttabréfi Dags.

Dagur B. Eggertsson birti í vikulegu fréttabréfi sínu mynd af því sem kemur til með að verða Oslóartréð á Austurvelli þessi jólin. Í bréfinu segir:

„Osló hefur valið tré til að senda okkur þetta árið og borgarstjórinn var að senda mér þessa mynd af því. Mér líst bara mjög vel á það og ekki laust við að maður komist í jólaskap við þessa sjón.

Oslóartréð er ómissandi í aðdraganda jóla og verður áfram. Í ár eins og í fyrra ætlum við að senda Þórshöfn í Færeyjum tré frá Reykjavík. Ég á meira að segja að fá að höggva það sjálfur, undir öruggri handleiðslu Skógræktarfélags Reykjavíkur. Lofa keðjusagarmynd í fréttabréfinu á næstunni!“

Töluverða athygli vakti í vor þegar umræða komst af stað um að Oslóartrén yrðu ekki fleiri. Reykvíkingar þurfa greinilega ekki að hafa áhyggjur af því að sú verði raunin.

Íslendingar fá ekki fleiri jólatré

Oslóartré áfram á Austurvelli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert