Óveður víða um land

Óveður er í Miðdölum, Reykhólasveit, á Mývatns- og Möðrudalöræfum og víða á suðausturströndinni. Slæmt ferðaverður er í dag og ekkert útivistaveður til fjalla, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir en óveður er við Kjalarnes og víða um sunnanvert landið. Vegir eru mikið auðir við Faxaflóa en hálka er á Holtavörðuheiði snjóþekja og éljagangur á Bröttubrekku og flughált á Laxárdalsheiði. Eins er óveður í Miðdölum.

Hálka, snjóþekja og jafnvel skafrenningur er á öllum helstu fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka og óveður er á Hálfdán og hálkublettir og óveður á Klettshálsi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og ekkert gert í dag sökum veðurs. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Dynjandisheiði. Þæfingsfærð er á leiðinni norður í Árneshrepp á Ströndum. Óveður er í Reykhólasveit.

Á Norðurlandi er víðast hvar hálka, skafrenningur og éljagangur á vegum. Óveður er í Blönduhlíð og hálkublettir og óveður í Norðurárdal. Flughálka er á Þverárfjalli. Hálka og óveður er á Mývatns- og Möðrudalöræfum.

Það er víða hálka eða snjóþekja á Austurlandi. Hálka og óveður er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Snjóþekja og snjókoma er á Oddsskarði en autt er frá Eskifirði með suðausturströndinni en óveður víða.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, en jafn vel víðar seinni partinn. Slæmt ferðaverður er í dag og ekkert útivistaveður til fjalla, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert