Púla til styrktar langveiku barni

Íris Embla er með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm.
Íris Embla er með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm. Mynd/Gaflari.is

„Það eru 224 þátttakendur búnir að skrá sig en það er alveg uppselt fyrir löngu. Við byrjuðum að selja inn fyrir þremur vikum og það seldist allt upp strax,“ segir Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsræktarstöðvarinnar Hress, um Hressleikana sem haldnir eru á morgun.

Hressleikarnir eru góðgerðarleikar sem haldnir eru nú í fimmta skiptið í Hress. Á hverju ári er leitast eftir því að styrkja fólk í Hafnarfirði og í ár styrkja Hressleikarnir fimm manna fjölskyldu sem samanstendur af hjónunum Hildi Brynju og Erlendi. Þau eiga þrjú börn, þau, Emil Snæ, Ívar Elí og Írisi Emblu. Þegar Íris Embla var sex mánaða gömul kom í ljós að hún væri með ólæknandi heila- og taugasjúkdóm. Auk þess er hún floga­veik og sjónskert.

Hluti úr viðtali Gaflari.is við Hildi Brynju birtist á Smartlandi í gær. 

Þar kemur fram að eftir að Íris Embla greind­ist hef­ur Hild­ur Brynja ekki unnið úti en dótt­ir­in er þó með pláss á leik­skól­an­um Víðivöll­um í Hafnar­f­irði. Inni á milli koma góð tíma­bil og þá kem­ur fyr­ir að hún mæti alla fimm daga vik­unn­ar en þegar það eru mikl­ar pest­ar að ganga verður Íris Embla sér­lega viðkvæm.

Heilsu­far Íris­ar Emblu stjórnar lífi fjöl­skyld­unn­ar og geta þau yf­ir­leitt ekki gert nein plön og þurfa alltaf að vera ná­lægt sjúkra­húsi ef eitt­hvað kæmi upp á. Und­an­farn­ir mánuðir hafa verið erfiðir því sú stutta fær mikla krampa og lend­ir í fram­hald­inu í önd­un­ar­stoppi.

Á Hressleikunum æfa allir þátttakendur saman í tvær klukkustundir. Fólki verður skipt í átta 28 manna lið og æfa þau í átta lotum. Æft verður í ýmsu, svo sem zúmba, spinning, foam fit, jóga og lyftingum.

„Við notum þetta einnig til þess að fólk fari út úr æfingarammanum. Fólk er látið prófa ýmislegt sem það þekkir jafnvel ekki neitt. Sumir eru þá kannski að prófa zumba eða jóga í fyrsta skipti á meðan aðrir prófa kannski lyftingar í fyrsta skipti,“ segir Linda.

Hver þáttakandi á morgun greiðir 2500 krónur í þátttökugjald en allir kennarar og aðrir gefa vinnu sína á morgun. „Ég er stöðugt að fá símtöl frá fólki sem vill hjálpa á einhvern hátt. Á morgun verður líka happdrætti og hægt að kaupa sérstakan Hressleikadrykk. Síðan verður hægt að leggja inn á reikningsnúmer,“ segir Linda sem kallar Hressleikana hápunkt ársins í Hress.

„Það er svo mikil samkennd og vinátta. Starfsfólkið vinnur þetta saman án þess að biðja um  krónu. Það gerir svo mikið fyrir okkar litla samfélag.“

Umfjöllun gaflari.is

„Ég sá strax að eitthvað var að“

Facebook síða Hress

Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri heilsuræktarinnar HRESS
Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri heilsuræktarinnar HRESS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert