Aðildarviðræðurnar á endastöð

Sjálfstæðisflokkurinn er með flokksráðsfund í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn er með flokksráðsfund í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru komnar á endastöð að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfsstæðisflokksins.

Aðdragandi málsins á Alþingi, sýndarviðræðurnar síðasta kjörtímabil og viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við málið var með þeim hætti að það er rétt að hreinsa borðið og hefja umræðuna á nýjum og réttum forsendum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni á flokksfundi Sjálfsstæðisflokksins á Grand Hótel í morgun.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál ætti aldrei að snúast um annað en það hvort þjóðin vilji fulla aðilda að Evrópusambandinu.  Frumforsenda fyrir slíkri atkvæðagreiðslu er að til staðar sé meirihluti á Alþingi og að sjálfsögðu í ríkisstjórn sem vill bera ábyrgð á og ljúka aðildarviðræðum með það að markmiði að Ísland gangi í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. „Annars sjáum við bara sömu tímasóunina, fjáreyðsluna og pólitíska uppnámið og við ætlum ekki að láta þann sirkus endurtaka sig.“

Hann sagði aðalefni evrópusambandsmálanna vera hvar Ísland ætti heima og að Íslandi væri betur borgið utan sambandsins. Honum finndist sú niðurstaða vera sterkari með tímanum, ekki síst í ljósi þess vantrausts á sambandið sem ríki meðal aðildarríkjanna nú. 

„Við þessar aðstæður eigum við Íslendingar að einbeita okkur að þeim verkefnum sem standa okkur næst og styrkja okkur í samkeppninni við önnur ríki um bætt lífskjör á þeim góðu forsendum sem við höfum í höndunum. Til þess standa okkur allar dyr opnar.“ 

Sjálfstæðisflokkurinn er með flokksráðsfund í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn er með flokksráðsfund í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert