Annríki á Noregskynningu

Frá einni af mörgum kynningum Vinnumálastofnunar og EURES á atvinnutækifærum …
Frá einni af mörgum kynningum Vinnumálastofnunar og EURES á atvinnutækifærum ytra á síðustu misserum. mbl.is/Kristinn

Um 550 manns sóttu starfakynningu Eures í Noregi sem haldin var á Centerhotel Plaza í miðborg Reykjavíkur í gær.

Það eru um helmingi fleiri en sóttu starfakynningu níu norskra fyrirtækja í fyrrahaust. Sá atburður var hins vegar lítið auglýstur og er aðsóknin í takt við síðustu kynningar Eures á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Til samanburðar sóttu um 2.500 fyrstu starfakynningu Eures á Íslandi eftir hrun. Fyrsta kynningin á vegum Eures á Íslandi var haldin 2006 og hefur verið árlegur viðburður síðan. Þrettán sveitarfélög og fyrirtæki í Noregi kynntu tækifæri fyrir Íslendinga til starfa ytra í gær. Atvinnurekendur kostuðu viðburðinn sem var á vegum Eures í Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert