Björguðu erni úr kröppum dansi

Stella Kristjánsdóttir frá Húsdýragarðinum lyftir erninum. Ingvar færir honum rjúpuna …
Stella Kristjánsdóttir frá Húsdýragarðinum lyftir erninum. Ingvar færir honum rjúpuna á meðan Hafþór og Kári Jökull, sonur Ingvars, fylgjast með. mbl.is/Árni Sæberg

Rjúpnaskytturnar Ingvar Helgason og Hafþór Óskar Gestsson komu heim með óvæntan feng þegar þeir fóru til veiða á Skógarströnd við Breiðafjörð í gær. Þar gengu þeir fram á ungan haförn sem lá óvígur á jörðinni.

„Við sjáum fullvaxinn örn fljúga og við fylgjumst með. Þá sjáum við einhverja hreyfingu úti á mel. Þaðan flýgur fuglinn 2-3 metra upp, hálfhallar og fellur aftur. Hann gerir þetta í þrí- eða fjórgang þar til hann endar inni í kjarrhríslu hjálparvana,“ segir Ingvar en að líkindum er fuglinn ungi hafarnarins sem þeir sáu á flugi.

Þeir höfðu samband við Náttúrufræðistofnun sem réð þeim að fara með fuglinn í Húsdýragarðinn í Reykjavík til aðhlynningar. Útbjuggu þeir þá kassa undir örninn til að flytja hann í, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert