Gæti þurft að fresta 800 aðgerðum

Dragist verkfallið á langinn og jafnvel út boðaðan tíma (11. …
Dragist verkfallið á langinn og jafnvel út boðaðan tíma (11. desember) má ætla að um 800 skurðaðgerðum verði frestað mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í vikunni þurfti að fresta um 500 dag- og göngudeildarkomum, 56 skurðaðgerðum sem og tugum rannsókna og meðferða, m.a. hjartaþræðingum og speglunum. Það er ljóst að framundan er mikil vinna við að vinda ofan af áhrifum þessa og liggur fyrir að vinnu- og biðlistar munu lengjast.

Dragist verkfallið á langinn og jafnvel út boðaðan tíma (11. desember) má ætla að um 800 skurðaðgerðum verði frestað, hundruðum rannsókna og enn fleiri dag- og göngudeildakomum, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.

„Í vikunni hófust verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands. Segja má að miðað við alvarleika málsins þá hafi framkvæmdin gengið vel. Umtalsverð röskun hefur auðvitað orðið á spítalanum og mikil óþægindi fyrir sjúklinga. Bráðatilvikum hefur verið sinnt og starfsfólk lagst á eitt að láta starfsemina ganga, á sama tíma og verkfallsaðgerðir eru virtar og tel ég að vandaður undirbúningur Landspítala, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélagsins leiki þar lykilhlutverk,“ skrifar Páll í föstudagspistli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert