Myndlist og upphitun fyrir Airwaves

Birta Fróðadóttir sýningarstjóri og arkitekt,
Birta Fróðadóttir sýningarstjóri og arkitekt, mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Það verður mikið um að vera í Hinu húsinu í dag. Frá kl. 15 til 17 leika hljómsveitirnar Eistun, Major Pink og Sig fyrir gesti, hita sig upp fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves í Betri stofunni. Í Gallerí Tukt verður opnuð samsýning ungmenna sem fóru í ferðalag um Eþíópíu og í Gallerí Gangi opnar Ganna Shvarova frá Úkraínu sýningu þar sem hún kafar m.a. ofan í kvenleikann.

Tvær sýningar opna í Hafnarhúsinu í dag kl. 16. Þetta eru sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Veraldir og vegir eftir  austurríska listamanninn Gunter Damisch. Ítarlega er fjallað um sýninguna í Morgunblaðinu í dag.

Eins verður sýningin Vara-litir opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þetta er sýning á málverkum eftir sjö samtíma myndlistarmenn sem allir eru fæddir eftir 1970 og vinna markvisst að málaralist í sköpun sinni. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur.  Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir. Ítarlega er fjallað um sýninguna í Sunnudagsmogganum en Einar Falur Ingólfsson blaðamaður fjallar um báðar sýningarnar í menningarumfjöllun Morgunblaðsins og Sunnudagsmoggans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert