Ófært um Hrafnseyrarheiði

Ljósmynd/Vegagerðin

Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og hálka á Laxárdalsheiði.

Hálkublettir er á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði en þæfingsfærð á Dynjandiheiði. Þæfingsfærð er á leiðinni norður í Árneshrepp á Ströndum.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum en að mestu greiðfært á láglendi.

Hálka eða hálkublettir eru á fjallvegum á Austurlandi. Flughálka er á Vatnskarði eystra. Autt er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert