Lífeyrissjóðirnir með 43%

Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint 43% af skráðum félögum á Íslandi. Sé aðeins litið til beins eignarhalds eiga þeir 36%.

Þetta er meðal niðurstaðna úttektar Hersis Sigurgeirssonar, dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þá eru erlendir aðilar næststærsti eigendahópurinn á eftir lífeyrissjóðunum, en þeir eiga 20-24% af markaðnum. Stórir einstakir fjárfestar eiga um 6% af markaðnum beint og óbeint og ríkið á 3,2%, aðallega í gegnum Landsbankann, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert