Breyttar reglur um öskugos og flug

Eyjafjallajökull gýs.
Eyjafjallajökull gýs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um þessar mundir eru að taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur þar sem ekki verður lengur lokað stórum svæðum fyrir flugumferð komi til öskugoss.

Jafnframt munu flugfélögin sjálf taka ákvarðanir um hvernig þau haga flugi við þær aðstæður, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samstarfshópur sem stofnaður var í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins 2010 býr nú yfir úrræðum til að hefja flugmælingar á gosösku með mjög stuttum fyrirvara ef öskugos skyldi hefjast næstu daga eða vikur. Þetta kom m.a. fram á málþingi sem nýlega var haldið um flugsamgöngur og eldgos.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert