Designs from Nowhere verðlaunað

Verðlaunagripurinn er glæsilegur.
Verðlaunagripurinn er glæsilegur.

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fyrsta sinn í dag, við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Samkvæmt tilkynningu bárust ríflega 100 tilnefningar dómnefnd sem tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust.

Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2014 er Austurland: Designs from Nowhere eftir Pete Collard og Körnu Sigurðardóttur.

„Designs from Nowhere eða Austurland, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.

Jafnframt voru það verkefnin Ljósmyndastúdíó H71a, Magnea AW2014 og Skvís sem voru tilnefnd til verðlaunanna. 

Hluti af verkefninu Austurland: Designs from Nowhere
Hluti af verkefninu Austurland: Designs from Nowhere
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert