Enn ekki eiginlegar samningaviðræður

Samningafundi samninganefndar sveitarfélaganna og Félags tónlistarskólakennara (FT) lauk hjá ríkissáttasemjara síðdegis. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,formaður FT, segir að á fundinum hafi verið rætt um gagntilboð FT við tilboði samninganefndar sveitarfélaganna frá því á mánudag. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.

„Menn eru núna að ræða þetta í sitthvoru lagi. En því miður höfum við upplifað það áður, og höfum þurft að segja það í gegnum allar þessar kjaraviðræður að við höfum ekki upplifað þetta sem eiginlegar samningaviðræður. Ég ætla að leyfa morgundeginum að líða en við erum eiginlega að komast á þann stað aftur,“ segir Sigrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert