Hanna Birna yfirgaf ráðuneytið

Hanna Birna sést hér yfirgefa innanríkisráðuneytið ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, …
Hanna Birna sést hér yfirgefa innanríkisráðuneytið ásamt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í kvöld. mbl.is/Kristinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur fundað í innanríkisráðuneytinu með starfsmönnum og öðrum eftir að hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að segja af sér ráðherradómi. Hún sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag vegna málsins en hyggst ekki ræða við fjölmiðla. Hún yfirgaf ráðuneytið nú á áttunda tímanum.

„Eftir umtalsverða umhugsun hef ég nú tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að ég vilji hætta sem ráðherra og sækist ekki lengur eftir að gegna embætti innanríkisráðherra. Ég hef jafnframt óskað eftir því að hann geri sem allra fyrst tillögu við þingflokkinn um arftaka minn enda nauðsynlegt að sem mestur friður ríki um störf ráðherra sem ber ábyrgð á þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru á vettvangi ráðuneytisins.

Þessa dagana er ár liðið frá því atburðarás hins svokallaða lekamáls hófst. Með þær upplýsingar um atburðarásina, sem nú liggja á borðinu, er ljóst að aðstoðarmaður minn braut af sér án minnar vitneskju. Hann starfaði í pólitísku umboði mínu og ég bar traust til hans enda hef ég alltaf haft það að leiðarljósi að treysta fólki. Ég hafði ekki forsendur til að rengja ítrekaðar yfirlýsingar hans um sakleysi í nánast heilt ár og viðbrögð mín voru í samræmi við það. Játning hans vegna málsins var mér því mikið persónulegt áfall og ljóst er að viðbrögð mín á ýmsum stigum málsins hefðu verið allt önnur ef ég hefði vitað hvernig málinu var háttað,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingunni.

Hanna Birna hefur ákveðið að taka sér hlé frá þingmennsku …
Hanna Birna hefur ákveðið að taka sér hlé frá þingmennsku en hyggst snúa aftur til starfa á Alþingi eftir áramót. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert