Hafa áhyggjur af stöðu dómstólanna

Dómarafélagið telur að fjársvelti sé farið að segja til sín …
Dómarafélagið telur að fjársvelti sé farið að segja til sín í dómskerfinu mbl.is/Brynjar Gauti

„Við höfum áhyggjur af stöðu dómstólanna. Við óttumst að langvarandi fjársvelti þeirra sé farið að segja til sín,“ sagði Skúli Magnússon héraðsdómari, formaður Dómarafélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Í ræðu á aðalfundi félagsins í gær sagði hann að brýnt væri að hefja viðhalds- og uppbyggingarstarf.

Skúli sagði að þetta sneri að báðum dómstigunum, Hæstarétti og héraðsdómi. Nú væri til dæmis orðið algengt vegna álags að dómarar hæstaréttar kvæðu upp dóma í þriggja manna hópi, en áður hefði verið algengast að þeir væru fimm saman í dómi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skúli kvaðst hafa bent á fleiri atriði í ræðu sinni sem sýndu stöðu dómstólanna um þessar mundir, svo sem tímabundna setningu dómara og hve tiltölulega fáir umsækjendur væru orðnir um laus dómaraembætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert