Spáð hlýju veðri alla vikuna

Margir höfuðborgarbúar hafa notað veðurblíðuna til að fara í gönguferðir.
Margir höfuðborgarbúar hafa notað veðurblíðuna til að fara í gönguferðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekkert lát er á hlýindunum sem verið hafa á landinu undanfarna daga. Spáð er suðlægum vindum og hlýju veðri alla vikuna.

Á miðvikudaginn kólnar aðeins á landinu og þá má búast við að hitastig fari sumstaðar niður fyrir frostmark, en síðan hlýnar aftur og um næstu helgi verður svipað veður og verið hefur um þessa helgi.

Hiti á landinu fór hæst í rúmlega 10 stig á landinu í dag. Um 10 stiga hiti mældist m.a. í Straumsvík, við Siglufjarðarveg og á Skrauthólum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert