Á ekki von á ákvörðun á fundinum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,  þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki eiga von á því að ákvörðun um arftaka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra verði tekin á þingflokksfundi sem hefst kl. 13.

Í samtali við blaðamann mbl.is sagðist Ragnheiður ekki eiga von á því að nýr ráðherra yrði kynntur til sögunnar á fundinum eða að ákvörðun um hver það verði muni liggja fyrir að fundi loknum.

Ragnheiður sagði að á fundinum myndi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ræða við þingmenn og kynna sín sjónarmið.

Frétt mbl.is: Arftakinn valinn kl. 13?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert