Mikil áþján og kostnaður

Sjúklingar liggja oft lengi.
Sjúklingar liggja oft lengi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mjaðmagrindarbrot eru algengari en fólk gerir sér grein fyrir en brotin eru mun algengari hjá konum þar sem þær þjást frekar af beinþynningu.“

Þetta segir Unnur Lilja Úlfarsdóttir læknanemi í Morgunblaðinu í dag, en hún lagðist í rannsókn á mjaðmagrindarbrotum og komst að þeirri niðurstöðu að þau hefðu verið verulega vanmetin með tilliti til afleiðinga fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins.

Rannsóknin var hluti af BS-verkefni hennar en leiðbeinendur hennar voru Gunnar Sigurðsson og Brynjólfur Mogensen. Rannsóknin var kynnt á lyflækningaþingi sem fram fór um helgina í Hörpu þar sem kynntar voru fjölmargar rannsóknir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert